Kúluhús

Kúluhús frá Trefjum ehf. hafa verið sett upp víðsvegar um landið til margvíslegra nota.

Húsin eru framleidd í tveimur stærðum. Annars vegar kúla sem hefur þvermálið 3.2 metra og hins vegar kúla sem hefur þvermál 6 metra.

Bæði húsin eru framleidd með það í huga að þau séu auðveld í flutningi og uppsetningu t.d. á stöðum þar sem erfitt er að koma að stórvirkum tækjum.